Mohamed Salah átti frábæran leik fyrir Liverpool sem vann Sparta Prag í Evrópudeildinni í vikunni.
Salaj lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt er Liverpool fagnaði 6-1 sigri og komst örugglega áfram 11-2 samanlagt.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, leyfði Salah að klára leikinn en sendi honum skýr skilaboð í seinni hálfleik.
Klopp vildi ekki þreyta Salah of mikið fyrir næsta leik liðsins gegn Manchester United á morgun og sagði honum einfaldlega að hætta að verjast í viðureigninni.
,,Mo er reynslumikill leikmaður og ég sagði honum að ef hann ætlaði að halda áfram að spila þá þyrfti hann mögulega að klára leikinn,“ sagði Klopp.
,,Hann gerði það og þetta var í fyrsta sinn sem ég hef sagt leikmanni að hætta að verjast. Hann var nálægt því að búa til annað mark en Cody var rangstæður.“
,,Hann býr yfir mjög mikilli reynslu svo það var auðvelt fyrir hann að klára verkefnið.“