Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að þrír lykilmenn liðsins snúi aftur til baka eftir meiðsli um helgina. Liðið mætir þá Liverpool í enska bikarnum.
Harry Maguire, Rasmus Hojlund og Aaron Wan-Bissaka eru allir komnir á fulla ferð og gætu spilað.
Mason Mount er byrjaður að æfa en verður ekki klár í slaginn fyrr en eftir landsleikjafrí sem hefst á mánudag.
Hojlund og Maguire hafa misst af síðustu leikjum en Wan-Bissaka hefur verið frá í um tvo mánuði vegna meiðsla.
Liverpool heimsækir Old Trafford á sunnudag í áhugaverðum leik.
🚨 Erik ten Hag says he expects Harry Maguire, Rasmus Hojlund and Aaron Wan-Bissaka to be available for Sunday's game. #mufc
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) March 15, 2024