Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Þær risafréttir bárust á dögunum að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður frá upphafi, væri kominn í Bestu deildina. Hann skrifaði undir hjá Val.
Hrafnkell telur að umhverfið hjá Val hafi spilað mikið inn í.
„Ég held hann hafi elt æfingatímann og hann þekkir þessa gaura í Val,“ sagði hann í þættinum.
Sigurður er FH-ingur og þó honum sárni örlítið að Gylfi skildi ekki koma heim í Kaplakrika, þar sem hann ólst upp, skilur hann kappan vel.
„Ég held að æfingatíminn hafi spilað mikið inn í. Það var sárt að sjá hann ekki fara í FH en ef þú velur FH fram yfir Val í dag, þá er eiginlega eitthvað að þér,“ sagði Sigurður léttur.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar