Spænska blaðið Fichajes heldur því fram að Manchester United hafi áhuga á að fá Timo Werner í sínar raðir í sumar.
Werner er sem stendur á láni hjá Tottenham frá RB Leipzig, en hann sneri aftur til þýska liðsins á sínum tíma eftir fremur mislukkaða dvöl hjá Chelsea.
Tottenham hefur möguleika á að kaupa sóknarmanninn fyrir 15 milljónir punda í sumar en ekki er enn víst hvort félagið nýti sér það.
Svo gæti farið að Werner spili fyrir sitt þriðja félag á Englandi og gangi í raðir United.