Knattspyrnudeild KR hefur gefið út ársreikning sinn fyrir síðasta ár, ljóst er að reksturinn er á vondum stað og var tapið mikið á síðasta ári.
Tap ársins 2023 nam 27,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Rekstrartekjur á árinu 2023 námu 284,1 millj. kr. Eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 62,4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Stjórnin leggur til að tap ársins verði fært til lækkunar á eigið fé.
Tekjur deildarinnar voru 284 milljónir og minnka um tæpar 40 milljónir á milli ára.
Tapið á deildinni var í heild rúmar 27 milljónir og var ögn meira en árið á undan þar sem tapið var 26,6 milljónir.
Laun og launatengd gjöld voru 166 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um tvær milljónir á milli ára.
Félagið átti rúmar 3 milljónir í handbært fé í árslok en skammtímaskuldir félagsins voru 64 milljónir króna. Þar var yfirdráttarlán upp á tæpar 18 milljónir.
Meira:
Blómlegur rekstur á Akureyri á síðasta ári – Kostnaður við leigu var 40 milljónir en laun hækkuðu lítið
Sögulegur ársreikningur í Kópavogi – Tekjur námu yfir milljarði og laun hækkuðu vel
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári
Hagnaður á rekstrinum í Árbænum – Laun hækkuðu milli ára