Gareth Southgate segist ekki geta varið Ben White frá gagnrýni eftir að enski varnarmaðurinn vildi ekki vera í enska landsliðinu.
Southgate hafði ætlað að velja varnarmann Arsenal en hann vildi ekki mætta.
White hefur ekki viljað vera hluti af landsliðinu en hann yfirgaf hópinn eftirminnilega á miðju Heimsmeistaramótinu í Katar.
„ÉG vil ekki sjá hann fá óvægna umfjöllun. Hann fær ást frá Arsenal enda var hann að gera nýjan samning þar,“ segir Southgate.
„Ég hef reynt að verja leikmennina en það er ekki alltaf hægt.“
„Við höfum útskýrt fyrir félagi hans hvernig við viljum gera hlutina. Dyrnar eru opnar en það mjög ólíklegt að ég velji hann fyrir Evrópumótið út af þessu.“