Erling Haaland framherji Manchester City hefur undanfarna daga verið að slaka á í sólinni á Marbella á Spáni.
Þar hefur hann verið ásamt unnustu sinni en Haaland á ansi veglegt og glæsilegt heimili á Marbella.
Haaland er mikið fyrir það að skella sér til Marbella þegar tækifæri gefst til.
Faðir hans Alfie Haaland eyðir miklum tíma í húsinu og var staddur á Marbella þegar Haaland mætti þangað fyrr í vikunni.
City átti engan leik í vikunni og því virðast leikmenn liðsins hafa fengið frí en liðið á leik gegn Newcastle í enska bikarnum á laugardag.