Enska knattspyrnusambandið mun á næstunni tilkynna stóra breytingu á ensku bikarkeppninni. The Sun fjallar um málið.
Breytingin lýsir sér þannig að leikir sem enda með jafntefli verða ekki endurteknir frá og með 3. umferð keppninnar. Eins og staðan er í dag eru engir endurteknir leikir frá og með 5. umferð en þessi nýja reglubreyting mun sennilega mæta mótspyrnu frá félögum í neðri deildum.
Félög í neðri deildum geta grætt ansi vel á endurteknum leikjum í þriðju og fjórðu umferð, en tekjur af endurteknum sjónvarpsleikjum eru 40-55 þúsund punda virði.
Talið er að enska knattspyrnusambandið sé með þessari breytingu að koma til móts við lið í ensku úrvalsdeildarinnar vegna fjölgunar leikja í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, sem kemur til vegna breytts fyrirkomulags þar.
Mikill hiti hefur verið milli úrvalsdeildarinnar og neðri deilda undanfarið í kjölfar þess að tíu félög í úrvalsdeildinni höfnuðu samningi um að hluti af tekjum þeirra gengju niður til neðri deildanna.