Enska götublaðið The Sun og fleiri miðlar hafa fjallað um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar í dag og segja að hann hafi verið rekinn frá Lyngby.
The Sun vitnar í tilkynningu frá Lyngby í dag þar sem segir að Gylfi muni ekki snúa aftur til félagsins.
Gylfi sjálfur hafði frumkvæði af því að rifta samningi við Lyngby í janúar, danska félagið vildi halda samtalinu virku en Gylfi hafði ekki hug á endurkomu.
Gylfi samdi svo við Val til tveggja ára í dag og hafa erlendir miðlar fjallað um það en enska pressan fer ekki rétt með staðreyndir málsins.
Gylfi sem er 34 ára gamall skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag og er mikil eftirvænting fyrir komu hans í Bestu deildina.
Daily Mail er í svipuðum stíl með sína frétt og The Sun og gera lítið úr stærðinni á heimavelli Vals.