Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins merki um þann metnað sem félagið hefur.
Gylfi Þór skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag en hann rifti samningi sínum við Lyngby í Danmörku í upphafi árs.
Gylfi kemur heim eftir 19 ár í atvinnumennsku.
„Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og undirstrikar þann metnað sem stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur,“ segir Arnar Grétarsosn um komu Gylfa.
Gylfi og Valur eru á Spán í æfingaferð og þar segir Arnar að Gylfi hafi litið vel út. „Miðað við standið á Gylfa núna og það sem hann hefur verið að sýna okkur á æfingum þá verður ekki leiðinlegt að mæta á leiki hjá okkur í sumar. Hópurinn er orðinn mjög þéttur og góður og við höfum æft vel. Getum ekki beðið eftir því að byrja þetta.“