Ísland og Ísrael mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM í næstu viku en Hareide sagði á dögunum að honum liði ekki allt of vel með að spila gegn Ísrael vegna stríðsástandsins á Gaza.
Grant, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Ísrael og fyrrum stjóri enskra liða, var ekki skemmt vegna ummæla Hareide og kallaði hann til að mynda hræsnara.
„Það hafa allir rétt á sinni skoðun og hans skoðun kemur mér ekki á óvart,“ segir Hareide í samtali við Morgunblaðið í kjölfar gagnrýni Grant.
„Ég þarf ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hans ummæli gagnvart mér. Hann hefur rétt á sínum skoðunum og ég á rétt á mínum skoðunum.“
Leikur Íslands og Ísrael fer fram þann 21. mars. Verður hann leikinn í Búdapest.