Rasmus Hojlund, framherji Manchester United, elskar bananabrauð og lætur baka það fyrir sig tvisvar í viku hið minnsta.
Þetta segir einkakokkur hans, Jonny Marsh, í myndbandi á Instaram.
Hojlund gekk í raðir United frá Atalanta í fyrra á 72 milljónir punda og hefur heldur betur tekið við sér á seinni hluta tímabils.
„Ég geri bananabrauð núna. Það er að ósk Rasmus sem er alveg háður því. Ég geri sennilega tvö á viku og hann borðar þau jafnharðan,“ segir Marsh.
Marsh er ekki bara einkakokkur Hojlund heldur eldar hann líka fyrir menn á borð við Kyle Walker, Kevin De Bruyne og Aaron Ramsey.