Það liggur enginn vafi á því að Arsenal muni kaupa markvörðinn David Raya endanlega í sumar.
Raya gekk í raðir Arsenal í sumar á láni frá Brentford. Skytturnar greiddu 3 milljónir punda fyrir lánið með möguleika á að kaupa hann fyrir 27 milljónir punda.
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir 100% líkur á að Raya verði keyptur í sumar og að hann sé hluti af langtímaáætlun Arsenal.
Raya var hetja Arsenal í vítaspyrnukeppni í gær er hann varði tvö víti þegar liðið sló út Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Romano segir að einnig sé búið að framlengja samning Takehiro Tomiyasu og að Ben White sé nálægt því að skrifa undir.
🚨 Arsenal plan includes David Raya’s buy option to be triggered without any doubt, already decided months ago.#AFC will invest £27m on that as planned since last summer.
🔐 New deal already completed for Tomiyasu.
↪️ New deal to be sealed soon for Ben White. pic.twitter.com/BoAXVWxWFH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 13, 2024