Todd Boehly eigandi Chelsea þekkir það að það er hægt að losa leikmenn til Sádí Arabíu og fá væna summu fyrir, þetta nýtti hann sér síðasta sumar.
Ensk blöð segja nú að Boehly hafi á dögunum farið til Sádí til að láta vita af leikmönnum sem hann vill selja í sumar.
Chelsea seldi þá N’Golo Kante, Edouard Mendy og Kalidou Koulibably alla til Sádí síðasta sumar.
Ensk blöð segja að Boehly vilji nú selja þá Romelu Lukaku og Kepa Arrizabalaga þangað næsta sumar.
Lukaku sem þénar um 300 þúsund pund á viku er á láni hjá Roma en ólíklegt er að félagið kaupi hann, Kepa er á láni hjá Real Madrid sem mun ekki vilja kaupa hann.,