Celta Vigo á Spáni hefur ákveðið að reka Rafa Benitez úr starfi þjálfara eftir aðeins áttta mánuði í starfi.
Benitez er 63 ára gamall en liðið hefur aðeins unnið einn leik á undanförnum vikum.
Celta Vigo er í 17 sæti deildarinnar og berst því fyrir lífi sínu í deildinni.
Benitez vann fimm af 28 deildarleikjum með Celta og er liðið nú tveimur stigum frá fallsæti.
„Rafa Benitez og starfsmenn hans hafa lokið störfum,“ segir í yfirlýsingu félagsins en Bentiez er þekktastur fyrir að hafa stýrt Liverpool og Real Madrid.