Amad Diallo, kantmaður Manchester United ákvað í gær að eyða öllum færslum á samfélagsmiðlum tengdum félaginu.
Ákvörðun Amad tengist líklega því að hann fær lítil sem enginn tækifæri þessa dagana.
Amad var ónotaður varamaður gegn Everton um helgina.
Amad sem er ungur kantamður frá Fílabeinsströndinni en hann var á láni hjá Sunderland á síðustu leiktíð.
Á X-inu og Instagram síðu Amad eru nú aðeins myndir frá þeim tíma en hann hefur eytt fjölda af færslum með myndum frá United.
Amad virðist verulega óhress og skrifar nú. „Þetta tekur enda,“ segir í umsögn um aðgang Amad.
Amad er 21 árs gamall en United keypti hann fyrir væna summu frá Atalanta fyrir þremur árum.