Það er stutt í það að barnaníðingurinn Tyrell Robinson verði laus úr haldi en hann er fyrrum leikmaður Arsenal og Bradford.
Robinson var efnilegur leikmaður á sínum tíma en hann lék með unglingaliði Arsenal alveg frá 2004 til 2017.
Árið 2017 samdi Robinson við lið Bradford og spilaði 26 leiki er liðið var í þriðju efstu deild Englands.
Stuttu seinna var bakvörðurinn ásakaður um að hafa misnotað 14 ára stúlku og var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar 2021.
Robinson er 26 ára gamall í dag en atvikið átti sér stað árið 2018 og var vinur hans, Korie Berman, einnig dæmdur brotlegur.
Robinson og Korie lokkuðu þrjár 14 ára stelpur inn í íbúð þess fyrrnefnda árið 2018 og voru meðvitaðir um aldur barnanna.
„Þú ert falleg en aldurinn þinn er er smá vandamál,“ sagði Robinson við eina stelpuna fyrir misnotkunina.
Þeir voru báðir tvítugir er atvikið átti sér stað og buðu börnunum upp á áfengi og önnur efni á heimilinu.