Það gæti komið mörgum á óvart að vita hvað Kyle Walker fær sér fyrir alla leiki Manchester City en hann er einn besti bakvörður heims.
Walker hefur lengi verið einn sá besti í sinni stöðu en hann er 33 ára gamall og hefur leikið með City síðan 2017.
Walker borðar alltaf grjónagraut fyrir leiki City sem er í raun alls ekki algengt í knattspyrnuheiminum.
,,Ég er mjög hrifinn af eftirréttum. Það sem ég fæ mér fyrir leiki er grjónagrautur, það er það eina,“ sagði Walker.
,,Ég var eitt sinn í því að borða pasta og svo meira pasta fyrir leiki en það var eiginlega of þungt.“
,,Ef við erum að ferðast í leiki þá sér kokkurinn um að taka með Ambrosia grjónagraut og það er það sem ég borða.“