Hinn 23 ára gamli Sergino Dest skoraði sigurmark PSV Eindhoven á föstudag er liðið mætti Go Ahead Eagles.
Leiknum lauk með 1-0 sigri PSV sem hefur nú ekki tapað í 25 deildarleikjum í röð sem er magnaður árangur.
Bakvörðurinn ætlar að vinna veðmál sem hann gerði í sumar við aðstoðarþjálfara PSV, Rob Maas.
Til að vinna þetta ágæta veðmál þarf Dest að skora þrjú mörk á tímabilinu en hann var að skora sitt annað mark í gær.
,,Þetta var frábært mark, ég get ekki sagt annað. Ég er stoltur af þessu marki,“ sagði Dest við ESPN.
,,Ég þarf eitt mark í viðbót, ég er með veðmál í gangi við Rob Maas. Ég þarf að skora þrjú mörk á tímabilinu eða handhreinsa bílinn hans.“
,,Ég hef engan áhuga á að lenda í því, ef ég skora þrjú mörk þá þarf hann að fylla á bensínið á bílnum mínum.“