Ashley Young fékk frábær viðbrögð í gær er hann sneri aftur á Old Trafford sem leikmaður Everton.
Young spilaði í rúmlega átta ár með Manchester United og var með Everton er liðið tapaði 2-0 í gær.
Young er 38 ára gamall en hann kvaddi United árið 2020 og samdi síðar við Inter Milan, Aston Villa og svo Everton.
Young fékk fallegar móttökur á gamla heimavelli sínum í gær eins og má sjá hér.
Ashley Young is welcomed back to Old Trafford with a round of applause! 👏❤️ pic.twitter.com/WOFudpo5l6
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 9, 2024