Stórleikur helgarinnar á Englandi hefst nú klukkan 15:45 en toppbaráttuliðin Liverpool og Manchester City eigast við á Anfield.
Bæði lið geta komist á toppinn með sigri í dag en Arsenal situr þar með 64 stig eftir sigur á Brentford í gær.
Liverpool er í öðru sæti með 63 stig og eru núverandi meistarar sæti neðar með 62 – bæði lið eiga leik til góða sem er í dag.
Allt undir í Liverpool borg en byrjunarliðin í dag má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool: Kelleher; Bradley, Quansah, Van Dijk, Gomez; Szoboszlai, Endo, Mac Allister; Elliott, Núñez, Díaz
Manchester City: Ederson; Walker, Stones, Akanji, Aké; Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Álvarez, Foden; Haaland