Það er búið að staðfesta það að leikur Wrexham og Chelsea mun fara fram í sumar eftir að tímabilinu á Englandi lýkur.
Þetta hafa bæði félög staðfest en um er að ræða æfingaleik sem fer fram í Bandaríkjunum.
Þessi tvö lið áttust við í fyrra en Chelsea var þar í engum vandræðum og vann sannfærandi 5-0 sigur.
Wrexham reynir að finna stóra keppinauta til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð en liðið spilar í fjórðu efstu deild.
Chelsea og Wrexham munu bæði fara í æfingaferð til Bandaríkjanna í sumar og verður leikurinn spilaður á Levi’s vellinum í San Jose.