Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2025 í næsta mánuði. Liðið dróst með Þýskalandi, Póllandi og Austurríki í riðli.
„Steini (landsliðsþjálfari) var þokkalega sáttur með dráttinn. Þjóðverjar eru ekki jafnsterkir og þær hafa verið undanfarin ár svo við eigum alltaf séns í þetta,“ sagði Kjartan.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en tvö neðstu í umspil.
„Mér finnst dauðafæri að vera í öðru sæti. Ég myndi setja okkur ofar en Pólland. Við getum unnið Austurríki en þær eru aðeins betri en Ísland. Þýskaland er sterkasta liðið en þær eru ekki eins sterkar og síðustu 15-20 ár,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar