Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
KSÍ og ÍTF gáfu á dögunum frá sér viljayfirlýsingu um að bæta og efla samstarf sitt. Talið er að undanfarið hafi andað köldu milli sambandanna.
„Mér fannst þetta svolítið eins og kærustupar sem var hætt saman en ákvað aðeins að fegra hlutina. Kannski var þetta bara flott en mér fannst ekkert þörf á þessu,“ sagði Hrafnkell.
Þetta var eitt af fyrstu verkum Þorvalds Örlygssonar í starfi formanns KSÍ.
„Ég held að hann sé flottur leiðtogi. Maður kannast aðeins við hann og segir það sem honum finnst, fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og vonandi heldur hann því áfram en fer ekki að sleikja einhvern upp eins og oft vill verða þegar þú ert kominn í stjórnunarstöðu,“ sagði Kjartan.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar