Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Everton í fyrstu viðureign dagsins.
Alejandro Garnacho var í raun hetja heimamanna en hann fiskaði tvær vítaspyrnur sem skiluðu sigri.
Bruno Fernandes skoraði úr fyrri spyrnunni og gerði Marcus Rashford það sama úr þeirri seinni.
Það var Fernandes sem bauð Rashford að taka seinna vítið en hann staðfesti það í viðtali eftir leikinn.
,,Við getum báðir tekið víti. Ég bauð Marcus að taka spyrnuna og hann var öruggur um að boltinn myndi enda í netinu,“ sagði Fernandes.
,,Bæði hann og ég erum til taks þegar kemur að vítaspyrnum og ég var búinn að fá mitt tækifæri.“