Arsenal getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilar við Brentford á heimavelli.
Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool fyrir leikinn í dag en Liverpool mætir Manchester City á morgun.
Brentford hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og er í 15. sæti deildarinnar.
Hér má sjá byrjunarliðin á Emirates.
Arsenal: Ramsdale; Gabriel, White, Kiwior, Saliba; Jorginho, Ødegaard, Rice; Saka, Trossard, Havertz.
Brentford: Flekken; Zanka, Ajer, Collins; Nørgaard, Lewis-Potter, Janelt, Roerslev, Onyeka; Wissa, Toney.