Það var mikill hiti í leik Inter Miami og Nashville í nótt.
Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Norður- og Mið-Ameríku og gerðu 2-2 jafntefli í þessum fyrri leik einvígisins.
Meira
Sjáðu myndbandið: Messi heppinn að ekki fór verr eftir þessa tæklingu í nótt
Á einum tímapunkti í leiknum sauð upp úr á milli leikmanna og fóru stórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez þar fyrir liði Inter Miami.
Messi var orðinn eitthvað pirraður á Anibal Godoy, miðjumanni Nashville og lét hann heyra það.
Suarez skarst svo í leikinn. Myndband af þessu er hér að neðan.
Things are getting chippy between Inter Miami and Nashville SC pic.twitter.com/hhNnm5AqKj
— FOX Soccer (@FOXSoccer) March 8, 2024