Jurgen Klopp hefur komið Trent Alexander-Arnold til varnar eftir ummæli Erling Braut Haaland í gær.
Haaland svaraði ummælum Trent í gær. Sá síðarnefndi hafði sagt að vegna fjárhagsstöðu félaganna hefðu titlar Liverpool meiri þýðingu fyrir þá og þeirra stuðningsmenn heldur en fyrir City.
„Hann má segja þetta ef hann vill. Ég hef verið hér í eitt ár og ég vann þrennuna. Það var góð tilfinning. Ég held að hann þekki ekki þá tilfinningu,“ sagði Haaland meðal annars.
Klopp segir að ekkert hafi verið athugavert við ummæli Trent.
„Hann er fæddur og uppalinn í Liverpool og hefur spilað fyrir öll yngri liðin. „Þetta hefur meiri þýðingu,“ er setning sem við notum gjarnan,“ sagði Klopp.
Liverpool og City mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.