Ný heimildarmynd um Dagnýju Brynjarsdóttur er komin út. Félag hennar, West Ham, gefur myndina út.
Dagný hefur verið stuðningsmaður West Ham alla tíð en í myndinni er henni fylgt eftir á meðgöngu sinni. Einnig er komið inn á æskuárin hennar á Hellu.
Áhorfendum er leyft að skyggnast inn í hvernig er að vera barnshafandi atvinnukona í fótbolta og hindranirnar sem geta fylgt því að ákveða að stofna fjölskyldu á miðjum ferli.
Horfðu á myndina hér að neðan.