Thomas Tuchel er opinn fyrir því að taka aftur við Chelsea en þarf loforð frá eiganda félagsins, Todd Boehly.
Tuchel var rekinn frá Chelsea tímabilið 2022-2023 stuttu eftir að hafa unnið Meistaradeildina með félaginu.
Tuchel tók við liði Bayern Munchen í kjölfarið en búið er að staðfesta hans brottför í sumar.
Samkvæmt Bild í Þýskalandi er Tuchel til í að koma aftur ef eigandinn umdeildi biðst afsökunar og sýnir vilja í að laga samband þeirra á milli.
Þjóðverjinn var gríðarlega óánægður með ákvörðun Boehly á sínum tíma og taldi brottreksturinn eiga engan rétt á sér.
Mauricio Pochettino tók við Chelsea fyrir tímabilið en starf hans ku vera í hættu eftir brösugt gengi í vetur.