Það er ljóst að vængmaðurinn hvicha Kvaratskhelia er fáanlegur í sumar en aðeins fyrir rétt verð.
Þetta hefur umboðsmaður leikmannsins staðfest en hann ræddi framtíðina í samtali við Gazzetta dello Sport.
Kvaratskhelia er gríðarlega öflugur leikmaður og kemur frá Georgíu en mörg stórlið eru talin hafa augastað á honum.
Ef Napoli fær nógu gott tilboð á borðið í sumar þá verður leikmaðurinn seldur.
,,Varðandi framtíðina þá erum við í viðræðum við félagið og sjáum hvað gerist,“ sagði umboðsmaðurinn.
,,Hann mun fara frá Napoli ef félagið fær nógu gott tilboð sem er ómögulegt að hafna.“