Gary Neville var ósáttur með hegðun goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo eftir að sá síðarnefndi sneri aftur til Manchester United.
Neville og Ronaldo léku saman með United í þónokkur ár á yngri árum þess síðarnefnda eða frá 2003 til 2009.
Ronaldo kvaddi United 2009 og samdi við Real Madrid og síðar Juventus en sneri aftur í eitt ár til United 2021.
Þar vann Ronaldo undir Ole Gunnar Solskjær sem lék einnig með honum hjá félaginu á sínum tíma.
Neville telur að Ronaldo hafi brugðist Solskjær áður en Norðmaðurinn var látinn fara.
,,Þegar ég sá Ronaldo á bekknum og hann var með þessa stæla fyrir framan myndavélarnar, það var erfitt að horfa á,“ sagði Neville.
,,Þetta var eftir Everton leikinn þegar Ole ákvað að bekkja hann og ég man að hann gekk einfaldlega af velli.“
,,Að mínu mati var hann að bregðast Ole þarna því við erum að tala um tvo fyrrum liðsfélaga.“