Það kemur ekki til greina innan herbúða Manchester United að hleypa Mason Greenwood með í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna í sumar.
Þetta kemur fram í enskum miðlum í dag en Greenwood er á láni hjá Getafe frá United.
Þrátt fyrir að vera enn á mála hjá United á Greenwood enga framtíð hjá félaginu í kjölfar mála sem komu upp í hans einkalífi.
Reglulega hafa komið fréttir um að Grenwood gæti snúið aftur til United í sumar en á því eru engar líkur og má búast við því að félagið losi sig endanlega við hann í sumar. Ákvörðun þeirra að banna honum að koma með í æfingaferðina ýta undir það.
Greenwood er samningsbundinn United út næsta tímabil.
Englendingurinn ungi var handtekinn snemma árs 2022 og grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Eftir rúmt ár í rannsókn var málið látið niður falla.