Hull City hefur áhuga á að fá Fabio Carvalho endanlega til félagsins í sumar.
Hinn 21 árs gamli Carvalho gekk í raðir Liverpool fyrir síðustu leiktíð en fór til RB Leipzig á láni í sumar í leit að meiri spiltíma.
Það gekk ekki eftir, Carvalho var kallaður til baka og lánaður til Hull í ensku B-deildinni.
Þar hefur Carvalho fengið stórt hlutverk og staðið sig vel. Hull vill fá að njóta krafta hans áfram og kaupa hann í sumar ef það er raunhæft fjárhagslega.
Hull situr í sjötta sæti B-deildarinnar, sem er umspilssæti og því ekki útilokað að liðið spili í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.