Búið er að ákæra hinn 43 ára gamla Scott Law fyrir líkamsárás en hann á að hafa skallað knattspyrnugoðsögnina Roy Keane á leik Arsenal og Manchester United á Emirates leikvanginum þann 3. september á síðasta ári.
Meira
Lögregla hefur rannsókn eftir að Keane var skallaður í gær
Þegar leið að leikslokum í leiknum var Keane, ásamt samstarfsmanni sínum á Sky Sports, Micah Richards, á leið niður á völl þar sem þeir fjölluðu um leikinn.
Þá skoraði Alejandro Garnacho, leikmaður United, það sem Keane hélt að væri sigurmark leiksins en það var hins vegar dæmt af. Svo fór að Arsenal vann leikinn 3-1.
Keane, sem er auðvitað goðsögn hjá United, fagnaði marki Garnacho vel og innilega og þá á Law að hafa skallað hann.
Stuðningsmaðurinn hefur nú verið ákærður og þarf að mæta fyrir rétt í London þann 14. mars.
Law er giftur og á þrjú börn.