Það er að byrja stríð á milli Liverpool og Egyptalands vegna Mohamed Salah en stirt hefur verið þar á milli síðustu vikur.
Salah meiddist á Afríkumótinu og hélt heim til Liverpool til að fara í endurhæfinguna, vildu forráðamenn landsliðsins halda honum áfram með liðinu.
Salah hefur náð að spila einn leik eftir mótið en verið meiddur síðan. Læknar Liverpool skrifuðu Egyptum bréf í síðustu viku og báðu um að Salah yrði ekki í landsliðshópnum í lok mars.
Á þetta hlustaði landsliðið ekki og var Salah valinn í hópinn fyrir æfingaleiki í Abu Dhabi.
Forráðamenn landsliðsins segja að Salah eigi að mæta í leikina og að það verði fyrir lækna landsliðsins að meta ástand hans.
Einn stjórnarmaður í knattspyrnusambandi Egypta segir svo að reynt hafi verið ítrekað að ná sambandi við Salah en hann svari ekki símtölum þetta.