Ole Gunnar Solskjær fyrrum stjóri Manchester United mætti í þátt á Sky Sports í vikunni þar sem hann ræddi við Jamie Carragher, Gary Neville og félaga.
Hann ræddi tíma sinn hjá Manchester United sem stjóri liðsins en hann var rekinn haustið 2021.
Á tíma hans og síðan þá hafa oft komið upp mál þar sem hlutirnir virðast leka úr klefa liðsins.
„Við sem þjálfarateymi áttum gott samband við leikmennina, en það eru alltaf einn eða tveir sem leka hlutunum út því þeir eru ósáttir,“ segir Solskjær.
„Þú sem stjóri ert með þrjá leiki í viku og fyrir hvern leik ertu í raun að reka 14 leikmenn þegar þú velur byrjunarliðið. Morguninn eftir þarftu svo að ræða við þá og segja að þeir hafi núna tækifæri.“
„Það er bara svo oft sem þú kemst upp með það að gefa mönnum tækifærið, einn daginn súrnar sambandið. Við vorum með alltof marga leikmenn, of stóran hóp.“