Reykmökkur er nú yfir heimavelli enska B-deildarliðsins Southampton þar sem kviknað er í byggingu þar rétt hjá.
Talið er að kviknað hafi í verksmiðju sem er við hliðina á vellinum og reykurinn nær til St. Mary vallarins.
Southampton á að mæta Preston í B-deildinni eftir aðeins nokkrar klukkustundir og spurning hvort eldurinn hafi áhrif á hann.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
Insane fire in Southampton! #southampton #stmarys @SouthamptonFC pic.twitter.com/DMUJp0R7Un
— Cryptocreate (@hogequeen) March 6, 2024