Barbra Banda er að verða næstdýrasta knattspyrnukona sögunnar en hún er á leið til Orlando Pride frá Shanghai Shengli.
Bandaríska félagið greiðir því kínverska tæplega 590 þúsund pund fyrir Banda. Það er nálægt dýrustu kaupum sögunnar. Þau urðu á dögunum þegar Racheal Kundananji var keypt til Bay FC í Bandaríkjunum frá Madrid CFF á Spáni á 620 þúsund pund.
Banda, sem er landsliðskona Sambíu, gerir fjögurra ára samning við Orlando og er hann metinn á hátt í 300 milljónir íslenskra króna.
Banda er mikill markaskorari og vonast Orlando til að hún haldi áfram að raða inn mörkunum vestan hafs.