Chelsea horfir fram á stórt vandamál ef félagið ætlar að taka heimavöll félagsins í gegn. Stamford Bridge er að detta á tíma.
Todd Boehly, eigandi Chelsea er að horfa til þess að endurbyggja Stamford Bridge.
En ensk blöð segja frá því að Chelsea gæti ekki spilað á heimavelli í allt að sex ár ef farið verður í að byggja upp nýjan völl á sama svæði.
Önnur lausn fyrir Chelsea er að kaupa nýtt land og byggja völlinn þar, en slíkt svæði í London er erfitt að finna.
Forráðamenn félagsins hafa verið að fara yfir málið síðustu daga og skoða hvað er best en eigandinn vill fá nýjan og betri heimavöll.