Fyrrum njósnari Chelsea fylgdist með Jadon Sancho á yngri árum en ákvað að sækjast ekki eftir því að fá hann. Þetta sagði hann í nýlegu viðtali.
Chris Robinson starfaði um nokkuð skeið hjá Chelsea og fylgdist til að mynda með 14 ára gömlum Sancho.
„Ég sá hann þegar hann var að spila með undir 14 ára liði Watford. Hann var allt í lagi, bara fínn leikmaður,“ sagði Robinson.
„Hann skrifaði skömmu seinna undir hjá Manchester City. Við vissum að þeir hefðu áhuga. Hann varð kantmaður þar og varð svo frábær leikmaður hjá Dortmund.“
Sancho fór auðvitað síðar til Manchester United á 73 milljónir punda en stóð engan veginn undir væntingum þar. Hann er kominn aftur til Dortmund á láni.