Búið er að fresta leik Southampton og Preston sem átti að fara fram í ensku B-deildinni klukkan 19:45 í kvöld.
Fyrr í dag var greint frá því að kviknað væri í byggingu nálægt St. Mary’s vellinum. Fóru af stæð vangaveltur um hvort leikurinn gæti farið fram í kjölfarið. Nú er ljóst svo verður ekki og nýr leiktími verður fundinn.
Meira
Reykmökkur yfir velli enska liðsins skömmu fyrir leik – Myndband
Southampton er í fjórða sæti deildarinnar, nær öruggt með umspilssæti en freistar þess að berjast um annað sætið og fara beint upp.
Preston er hins vegar í níunda sæti en áfram í baráttu um að komast í umspilið.
Insane fire in Southampton! #southampton #stmarys @SouthamptonFC pic.twitter.com/DMUJp0R7Un
— Cryptocreate (@hogequeen) March 6, 2024