Paul Gascoigne er á botninum á nýjan leik, hann á ekkert og fær að sofa í litlu herbergi hjá umboðsmanni sínum.
Gascoigne er 56 ára en í mörg ár hefur hann glímt við alvarleg áfengisvandamál og oft leitað sér hjálpar.
Gascoigne hefur reglulega komist á beinu brautina og reynir nú að komast þangað aftur.
„Ég var oftast glaður þegar ég drakk, ég er það ekki lengur. Ég er sorgmæddur þegar ég drekk, ég drekk bara heima,“ segir Gascoigne.
„Ég reyni að vera ekki of neikvæður því heimurinn er nógu langt niðri, þegar ég fer langt niður þá dett ég í það.“
Hann segist vera að reyna að koma sér aftur á AA fundi. „Ég fór reglulega á fundi og það var fínt, ég fór um daginn með vini mínum og það var fínt.“
„Ég gefst aldrei upp, dagurinn sem ég gefst upp er dagurinn sem ég fer í líkkistu.“