Viktor Unnar Illugason, er hættur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann hefur vakið mikla athygli.
Viktor er í þjálfarateymi Vals í Bestu deild karla auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins.
Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football segir Viktor ætla að setja alla einbeitingu á þjálfun.
Viktor samdi við Val síðasta haust og sér um leikgreiningar fyrir meistaraflokk karla.
Hann er á leið í æfingaferð með meistaraflokknum í vikunni og hefur sett hljóðnemann á hilluna, í bili hið minnsta.