Ofurtölvan er búin að birta spá fyrir lokaniðurstöðu ensku úrvalsdeildarinnar eins og hún gerir eftir hverja umferð.
Arsenal er áfram á toppnum í spánni eins og undanfarnar vikur og eins og staðan er núna telur hún að Skytturnar verði fyrir ofan Liverpool á markatölu. Manchester City verði svo tveimur stigum á eftir.
Aston Villa og Tottenham er þá spáð fjórða og fimmta sæti en samkvæmt spánni missir Manchester United af Meistaradeildarsæti.
Hér að neðan er nýjasta spá ofurtölvunnar í heild.