Manchester United tapaði 3-1 gegn Manchester City í gær í stórleik helgarinnar á Englandi.
United komst yfir í leiknum en Marcus Rashford komst á blað eftir aðeins átta mínútur með frábæru marki.
Staðan var 1-0 fyrir gestunum í hálfleik en City var með öll völd á vellinum á síðustu 45 og vann 3-1 sigur.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014 þar sem United tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik.
Það gerðist síðast í september 2014 gegn Leicester og hefur liðið spilað 143 leiki síðan þá, unnið 123 og gert 20 jafntefli.
143 – Manchester United lost a Premier League game in which they led at half-time for the first time since September 2014 against Leicester (5-3), ending their run of 143 unbeaten games when ahead at the break in the competition since then (W123 D20). Chasing. pic.twitter.com/E2HGg5qDzI
— OptaJoe (@OptaJoe) March 3, 2024