Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, fullyrðir að Andre Onana markvörður Manchester United verði besti markvörður enska fótboltans á næstu leiktíð.
Onana er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United en hann byrjaði mjög illa og gerði sig sekan um mörg mistök sem reyndust liðinu dýrkeypt.
Onana hefur hins vegar spilað vel undanfarnar vikur og Hjörvar hefur trú á markverðinum frá Kamerún. „Ég ætla að segja ykkur eitt, Andre Onana verður besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð,“ segir Hjörvar um málið.
Hann segir það erfitt að koma frá Afríku og vera markvörður á meðal þeirra bestu. „Að vera markvörður frá Afríku það gefur ótrúlega mikið hate, án þess að fólk átti sig á því. Það er mörgum sem finnst þetta óþægilegt.“
„Ég er alinn upp við það að það sé ekki svartur markvörður. Það er extra hindrun að vera frá Afríku.“
Hjörvar segist hafa séð nóg til að hafa trú á Onana. „Ég sá það í þessum leik, spyrnunar og hvernig hann stjórnar hraðanum. HVernig hann slökkti í Anfield fyrir áramót, ég sá það í þessum fyrri hálfleik hvernig hann át Foden.“