Það er útlit fyrir það að Barcelona verði án lykilmanna í næstu leikjum eftir viðureign við Athletic Bilbao í gær.
Þeim leik lauk með markalausu jafntefli en tvær stjörnur liðsins fóru af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla.
Frenkie de Jong fór fyrst meiddur af velli á 26. mínútu og fylgdi undrabarnið Pedri í kjölfarið sem gat ekki klárað fyrstu 45 mínúturnar.
Pedri táraðist á bekknum eftir meiðslin og hefur Xavi, stjóri Barcelona staðfest það að útlitið sé ekki gott.
Pedri grét er hann gekk af velli undir lok fyrri hálfleiks og er útlit fyrir að meiðslin séu ansi alvarleg.
Oye, tengo corazón de pollo y no puedo con esto 💔 pic.twitter.com/OCMZonzTcP
— Alexa🪄 (@PedriMagician) March 3, 2024