Sergio Busquets, goðsögn Barcelona og núverandi leikmaður Inter Miami, spilaði með liðinu á dögunum í leik við LA Galaxy í MLS deildinni.
Um var að ræða leik í efstu deild Bandaríkjanna en honum lauk með 1-1 jafntefli.
Galaxy kláraði leikinn með tíu menn innanborðs en Mark Delgado, leikmaður liðsins, fékk mjög umdeilt rautt spjald í seinni hálfleik.
Delgado fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir brot á Busquets en margir voru ósammála þeirri niðurstöðu.
Busquets viðurkennir það sjálfur að um litla snertingu hafi verið að ræða og að dómurinn hafi mögulega veirð rangur.
,,Já ég snerti hann en við erum að tala um mjög litla snertingu. Það var dómarinn sem tók þessa ákvörðun að lokum,“ sagði Busquets.
,,Ég sá hann ekki einu sinni taka upp spjaldið því ég sneri mér í hina áttina en kannski hefur hann rétt fyrir sér að þetta hafi ekki verðskuldað brottrekstur eða spjald. Hann kom aðeins við mig.“
This was called as a second yellow .. 🥲 pic.twitter.com/067n0Tnw7D
— herculez gomez (@herculezg) February 26, 2024