Það er ljóst að Liverpool þarf að nota varamarkmann sinn Caomhin Kelleher í næstu leikjum liðsins.
Þetta hefur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfest en Kelleher hefur varið mark liðsins undanfarið.
Brasilíumaðurinn Alisson er aðalmarkvörður Liverpool en hann er að glíma við alvarleg meiðsli að sögn Klopp.
Það er dágóður tími í að Alisson geti snúið aftur á völlinn en hann mun spila aftur áður en tímabilinu lýkur.
,,Alisson er að glíma við alvarleg meiðsli, hann verður ekki frá í stuttan tíma,“ sagði Klopp.
,,Við erum ekki með tímasetninguna eins og er en þetta eru vöðvameiðsli. Þetta eru nokkuð alvarleg meiðsli en hann mun snúa aftur fyrir lok tímabils.“